Lífið

Matt Damon eyðilagði viðtal Kimmel við Hemsworth og félaga

Samúel Karl Ólason skrifar
Hemsworth sagði frá því að hann og Damon væru vinir en eingöngu vegna þess að hann vorkenndi honum.
Hemsworth sagði frá því að hann og Damon væru vinir en eingöngu vegna þess að hann vorkenndi honum.

Matt Damon hefur um árabil reynt að verða gestur í sjónvarpsþætti Jimmy Kimmel en með takmörkuðum árangri. Nú í gærkvöldi reyndi hann enn eina ferðina og truflaði viðtal Kimmel við þá Chris Hemsworth, Mark Ruffalo og Taika Waititi.

Hemsworth sagði frá því að hann og Damon væru vinir en eingöngu vegna þess að hann vorkenndi honum. Þá hefði Damon eitt sinn mætt heim til sín í Ástralíu, óboðinn, með fjölskyldu sinni og gist þar.

Sjá einnig: Saga tíu ára illdeilna Jimmy Kimmel og Matt Damon

Þegar myndavélin var á þeim Ruffalo og Waiti, sem voru baksviðs, reyndi Damon ítrekað að koma sér í mynd. Á endanum tókst honum að brjóta sér leið inn í tölvukerfi þáttarins og komast í útsendinguna þannig.

Afgangurinn af viðtali Kimmel við Hemsworth.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira