Körfubolti

Domino´s Körfuboltakvöld: Elín Sóley best og þessar eru líka í liði 2. umferðar hjá stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi.

Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn.

Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi.

Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).

Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum.

 


Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.

Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni.

Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.

Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.

Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.

Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.