Íslenski boltinn

Ólafur Páll tekur við Fjölni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Páll er tekinn við sínu uppeldisfélagi.
Ólafur Páll er tekinn við sínu uppeldisfélagi. vísir/getty
Ólafur Páll Snorrason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Grafarvogsfélagið.

Ólafur Páll tekur við þjálfarastarfinu hjá Fjölni af Ágústi Gylfasyni sem hafði þjálfað liðið síðan 2012. Ágúst var í síðustu viku ráðinn þjálfari Breiðabliks.

Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og lék í nokkur ár með félaginu. Á árunum 2015-16 var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni.

Á síðasta tímabili var Ólafur Páll aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá FH. Hann hætti störfum hjá Fimleikafélaginu í síðustu viku.

Í fréttatilkynningu frá Fjölni kemur fram að Gunnar Sigurðsson verði áfram markmannsþjálfari liðsins. Guðmundur Steinarsson hefur hins vegar látið af störfum sem aðstoðarþjálfari.

Fjölnir endaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Fjölnismenn ræða við Ólaf Pál

Ólafur Páll Snorrason, sem nýverið hætti sem aðstoðarþjálfari FH, er í viðræðum við Fjölni um að taka við þjálfun liðsins.

Ólafur Páll hættur hjá FH

Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×