Lífið

Shaq reyndi að svæfa Jimmy Fallon

Samúel Karl Ólason skrifar

Shaquille O'Neal las sögu fyrir Jimmy Fallon í gær og reyndi að svæfa hann í þættinum Tonight Show. Fallon hafði þá gefið Shaq barnabókina Everything is Mama sem hann hafði sjálfur skrifað. Shaq fannst kjörið að lesa aðeins úr bókinni og skipaði hann Fallon eiginlega að setjast í fangið á sér.

Þá kyssti Shaq ljúflega á ennið á Fallon og las fyrir hann smá úr sögu bókarinnar.

Jimmy Fallon hefur ekki vegnað vel á undanförnum mánuðum. Fyrr á árinu missti hann toppsætið í stríði „late-night“ þáttanna svokölluðu í hendur Stephen Colbert og Late Show og hefur áhorf hans haldið áfram að dala.

Samkvæmt frétt Vulture er útlit fyrir að Fallon muni fara niður í þriðja sæti á næstunni og Jimmy Kimmel nái öðru sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.