Fótbolti

Þjóðhetjan Pyry Soiri vill koma til Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pyry Soiri er í miklum metum á Íslandi.
Pyry Soiri er í miklum metum á Íslandi. mynd/Pyry Soiri Fanclub

Pyry Soiri, leikmanni finnska landsliðsins, langar að heimsækja Ísland.

Soiri var hálfgerð þjóðhetja á Íslandi eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finnlands gegn Króatíu í næstsíðustu umferð undankeppni HM 2018 á föstudaginn, í sínum fyrsta landsleik. Á sama tíma vann Ísland Tyrkland og komst á topp I-riðils.

Íslendingar voru hæstánægðir með þetta framlag Soiris og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þakkaði honum m.a. fyrir. Þá var stofnaður Facebook-hópur Soiri til heiðurs en 7500 manns eru í honum.

Í samtali við Yle Sporten segist Soiri hafa áhuga á að koma til Íslands.

„Mér finnst gaman að ferðast og hef aldrei heimsótt Ísland, svo af hverju ekki? Ég gæti líka farið til Rússlands og horft á leik hjá íslenska liðinu á HM,“ sagði Soiri sem leikur með Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi.

Ljóst er að Soiri fengi höfðinglegar móttökur á Íslandi, enda átti hann sinn þátt í að íslenska liðið komst á HM í fyrsta sinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira