Erlent

Trump vill svipta NBC útsendingarleyfinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Nordicphotos/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, spurði fylgjendur sína á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á hvaða tímapunkti væri rétt að reyna að fá útsendingarleyfi NBC News fellt úr gildi.

Tístin komu í kjölfar fréttar NBC um að forsetinn vildi að Bandaríkin tífölduðu kjarnorkuvopnabúr sitt. „Falska NBC skáldaði frétt um að ég vildi tíföldun kjarnorkuvopnabúrs okkar. Algjör skáldskapur. Skáldaður til að gera lítið úr mér. NBC = CNN,“ tísti forsetinn sem jafnframt hefur haft horn í síðu fréttastofu CNN og ítrekað kallað fréttir hennar falskar.

Frétt NBC sem um ræðir er af fundi, sem haldinn var í varnarmálaráðuneytinu í júlí, og er byggð á frásögn ónefndra heimildarmanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×