Handbolti

Jafnt í Akureyrarslagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverre Jakobsson er spilandi þjálfari Akureyrar.
Sverre Jakobsson er spilandi þjálfari Akureyrar. vísir/andri marinó

KA og Akureyri skildu jöfn, 20-20, í fyrsta leik 4. umferð Grill 66 deildarinnar í handbolta í kvöld.

Þetta var fyrsti grannaslagurinn á Akureyri í langan tíma og það var mikil stemmning í KA-heimilinu í kvöld. Tæplega 1100 manns sóttu leikinn.

Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en á endanum sættust liðin á skiptan hlut.

Dagur Gautason, Jón Heiðar Sigurðsson og Ólafur Jóhann Magnússon skoruðu fjögur mörk hver fyrir KA.

Hafþór Már Vignisson skoraði sex mörk fyrir Akureyri og Patrekur Stefánsson fimm.

Bæði lið eru með sjö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Grill 66 deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.