Enski boltinn

Liverpool undir stjórn Klopp er lang besta liðið í stórleikjunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp er góður í stórleikjunum.
Jürgen Klopp er góður í stórleikjunum. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir viðburðaríka landsleikjaviku en byrjað er með látum því í hádeginu á laugardaginn mætast Liverpool og Manchester United á Anfield.

Sé bara horft til árangurs liðanna í síðustu leikjum, sem er vitaskuld stranglega bannað þegar kemur að þessum hatramma slag, er auðvelt að spá Manchester United sigri á Anfield.

Lærisveinar José Mourinho eru búnir að vinna níu af tíu leikjum sínum á tímabilinu og gera eitt jafntefli. Liðið er búið að skora fjögur mörk í fjórum af síðustu fimm leikjum á meðan Liverpool er aðeins með einn sigur í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

Liverpool-menn þurfa þó ekki að örvænta því þegar kemur að stórleikjunum er ekkert lið betra en Rauði herinn eftir að Jürgen Klopp tók við. Liverpool, undir stjórn Þjóðverjans, er með lang besta árangurinn í sex liða stórliðadeild ensku úrvalsdeildarinnar.

Síðan að Klopp tók við hefur hann í 20 leikjum á móti Manchester-liðunum tveimur, Chelsea, Arsenal og Tottenham aðeins tapað tvisvar sinnum en unnið níu leiki, gert níu jafntefli og safnað 36 stigum. Næsta lið í litlu stórliðadeildinni er Chelsea með 28 stig í 21 leik.

Ekkert lið hefur skorað meira en Liverpool í innbyrðis viðureignum þessara liða eða 35 mörk og það sem meira er hefur það ekki fengið á sig flest mörk heldur aðeins 22 í 20 leikjum.

Ekki slæmur árangur.mynd/sky sports



Fleiri fréttir

Sjá meira


×