Golf

Ólafía tveimur yfir pari í Suður-Kóreu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar ekki nógu vel í Suður-Kóreu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar ekki nógu vel í Suður-Kóreu. Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á tveimur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Keb-Hana mótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í nótt.

Ólafía byrjaði á pari fyrstu sex holurnar en fékk svo fugl á þeirri sjöundu en skolla á níundu holu og var á pari eftir fyrri níu holurnar.

Á seinni níu fékk hún einn fugl en þrjá skolla og því fjóra skolla á á móti tveimur fuglum í heildina.

Ólafái er í 56.-69. sæti eftir fyrsta hringinn og er töluvert nær botninum en toppnum. Neðsta kona er á fimm höggum yfir pari en þær þrjár sem leiða mótið eru á sex höggum undir pari.

Hér má sjá stöðuna eftir fyrsta hring.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.