Handbolti

Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, var valinn Hörkutól 5. umferðar í Seinni bylgjunni á þriðjudagskvöldið þegar fimmta umferð deildarinnar var gerð upp.

Kári Kristján lenti í því í leiknum að vera jarðaður af hvorki fleiri né færri en fjórum leikmönnum Fjölnis. Kári skoraði engu að síður fimm mörk í leiknum sem endaði með jafntefli.

Línumaðurinn skemmtilegi fékk að launum G-Form hlíf frá Bergúlfi sem gefur Hörkutóli hverrar umferðar glæsileg verðlaun.

Það var svo slegið á létta strengi eins og alltaf undir lok þáttar í liðnum Hætt´essu þar sem skemmtileg atvik frá umferðinni voru skoðuð. Þar bar hæst leikhlé Patreks Jóhannessonar þar sem einn leikmaður Selfoss glímdi við smá athyglisbrest.

Þetta allt má sjá hér að neðan.

Hætt´essu

Hörkutólið


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.