Fótbolti

Bjarni Ben lofaði Collymore að taka Víkingaklappið í Rússlandi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni kann þetta.
Bjarni kann þetta. mynd/skjáskot

Stan Collymore, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, var á Íslandi um síðustu helgi og í byrjun vikunnar að fylgjast með ævintýri íslenska landsliðsins í fótbolta sem tryggði sér keppnisrétt á HM 2018 á mánudagskvöldið.

Collymore er að byrja með nýjan þátt á sjónvarpsstöðinni Russia Today og hann skilaði fréttainnslagi eftir að íslenska liðið tryggði sér farseðilinn til Rússlands þar sem hann ræddi meðal annars við forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson.

„Ég er ótrúlega stoltur fyrir hönd leikmannanna og allra Íslendinga sem hafa fylgst með þessu liði lengi. Ef þú leggur mikið á þig þá geturðu náð miklum árangri,“ sagði Bjarni við Collymore aðspurður hvernig honum liði að vera forsætisráðherra minnstu þjóðar sem hefur komist á HM.

Bjarni sagði samfélagið hafa breyst og fótboltann með og benti þar á gríðarlega aukningu stelpna sem æfa fótbolta.

„Þegar að ég var að alast upp þá var ein og ein stelpa að æfa fótbolta. Núna er stelpan mín, sem er þrettán ára, í flokki með 40-50 stelpum og það er bara í mínum litla bæ,“ segir Bjarni en ætlar hann til Rússlands að taka Víkingaklappið með Tólfunni?

„Ég mun gera HÚH-ið. Ég fer til Rússlands,“ sagði Bjarni Benediktsson og tók eitt lítið Víkingaklapp eins og sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir

Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir

Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira