Fótbolti

The Sun: Ísland í martraðariðli Englands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þeir ensku áttu erfiða daga eftir tapið í Hreiðrinu í Nice.
Þeir ensku áttu erfiða daga eftir tapið í Hreiðrinu í Nice. vísir/getty

Þrátt fyrir að pakka saman sínum riðli í undankeppni HM 2018 verður England í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

England er því alltaf að fara að mæta einhverju af liðunum í efsta styrkleikaflokki sem eru Þýskaland, Brasilía, Portúgal, Argentína, Belgía, Pólland og Frakkland.

Enska götublaðið The Sun setur upp í dag martraðariðil og draumariðil fyrir enska liðið en í martraðariðlinum er íslenska landsliðið.

Enskir eru ekki enn þá komnir yfir 2-1 tapið í Hreiðrinu í Nice á EM 2016 í fyrra og The Sun vill greinilega hvorki sjá né heyra Víkingaklappið aftur.

Auk Ísland í martraðariðlinum eru Brasilía og Nígería sem eru tvö bestu lið Suður-Ameríku og Afríku en í draumariðli Englands eru Rússar, Íranar og Nýsjálendingar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira