Enski boltinn

Wenger útilokar ekki að selja Sánchez og Özil í janúar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger er í erfiðum málum með þessa tvo leikmenn.
Arsene Wenger er í erfiðum málum með þessa tvo leikmenn. vísir/getty

Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjafríið en Arsenal mætir Watford á útivelli í síðdegisleiknum á laugardaginn.

Blaðamannafundir knattspyrnustjóranna fyrir leiki helgarinnar hófust í morgun og á Emirates sat Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fyrir svörum.

Frakkinn var spurður út í möguleikann á að selja stórstjörnurnar Alexis Sánchez og Mesut Özil í janúar og svarið var ekki alveg það sem stuðningsmenn liðsins vilja heyra.

Wenger sagði að staðan væri snúin og félagið væri ekki búið að setja neinn lokafrest á ákvörðun leikmannanna að skrifa undir nýjan samning. Hann er opinn fyrir því að þeir fari báðir í janúar.

„Þegar að þú ert í þeirri stöðu sem við erum þá verður maður að hugsa um allar möguleikar leiðir. Því kemur til greina að selja þá í janúar,“ sagði Arsene Wenger.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira