Enski boltinn

Wenger útilokar ekki að selja Sánchez og Özil í janúar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger er í erfiðum málum með þessa tvo leikmenn.
Arsene Wenger er í erfiðum málum með þessa tvo leikmenn. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjafríið en Arsenal mætir Watford á útivelli í síðdegisleiknum á laugardaginn.

Blaðamannafundir knattspyrnustjóranna fyrir leiki helgarinnar hófust í morgun og á Emirates sat Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fyrir svörum.

Frakkinn var spurður út í möguleikann á að selja stórstjörnurnar Alexis Sánchez og Mesut Özil í janúar og svarið var ekki alveg það sem stuðningsmenn liðsins vilja heyra.

Wenger sagði að staðan væri snúin og félagið væri ekki búið að setja neinn lokafrest á ákvörðun leikmannanna að skrifa undir nýjan samning. Hann er opinn fyrir því að þeir fari báðir í janúar.

„Þegar að þú ert í þeirri stöðu sem við erum þá verður maður að hugsa um allar möguleikar leiðir. Því kemur til greina að selja þá í janúar,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×