Fótbolti

Einn nýliði í landsliðshópi Freys

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Selma Sól er nýliðinn í landsliðinu. Hún er hér í leik með Blikum í sumar.
Selma Sól er nýliðinn í landsliðinu. Hún er hér í leik með Blikum í sumar. vísir/ernir
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Blikastúlkan Selma Sól Magnúsdóttir er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni. Annars eru þetta þekktar stærðir.

Ísland mætir Þýskalandi í Wiesbaden 20. október og Tékklandi í Znojmo fjórum dögum síðar. Þýskaland er eitt besta lið heims en Tékkar eru 16 sætum fyrir neðan Ísland á heimslistanum.

Þýskaland er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 7-0 en Tékkar eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Tékkar unnu Færeyinga, 8-0, eins og Ísland og töpuðu aðeins 1-0 á heimavelli fyrir stórliði Þýskalands.

Stelpurnar okkar eru með þrjú stig eftir einn leik en þær byrjuðu undankeppnina á 8-0 sigri á Færeyingum.

Hópurinn:

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgården)

Sandra Sigurðardóttir (Valur)

Sonný Lára Þráinsdóttir, (Breiðablik)

Varnarmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)

Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)

Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengård)

Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgården)

Sif Atladóttir (Kristianstad)

Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)

Miðjumenn:

Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Vålerenga)

Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)

Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)

Sandra María Jessen (Þór/KA)

Selma Sól Magnúsdóttir, (Breiðablik)

Sóknarmenn:

Fanndís Friðriksdóttir (Marseille)

Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Verona)

Elín Metta Jensen (Valur)

Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×