Handbolti

Rúnar á leið til Danmerkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar á síðasta HM.
Rúnar á síðasta HM. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason mun flytja sig frá Þýskalandi til Danmerkur næsta sumar.

Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Rúnar náð samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg en liðið er í níunda sæti dönsku deildarinnar í dag.

Skyttan skotfasta spilar í dag með Hannover-Burgdorf og hefur gert frá árinu 2013.

Rúnar hefur einnig spilað með Rhein-Neckar Löwen, Grosswallstadt, Bergischer og Füchse Berlin í Þýskalandi en hann fór í atvinnumennsku árið 2009.

Hinn 29 ára gamli Rúnar hefur lítið fengið að spila með liði Hannover og hefur því ákveðið að róa á önnur mið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.