Lífið

Kórar Íslands: Karlakórinn Þrestir

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlakórinn Þrestir.
Karlakórinn Þrestir.
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að kynnast Karlakórnum Þrestir sem kemur fram í fjórða þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.*

Karlakórinn Þrestir

Karlakórinn Þrestir var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni árið 1912 og er elsti karlakór landsins. Í byrjun voru meðlimir hans tíu en þeim hefur heldur betur fjölgað. Stjórnandi kórsins nú er Ástvaldur Traustason.

Ítarlega sögu kórsins má finna á heimasíðu hans.

Í gegnum tíðina hafa meðlimir kórsins stigið á svið með helstu tónlistarmönnum Íslands og hafa þeir einnig ferðast víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×