Lífið

Kórar Íslands: Karlakórinn Þrestir

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlakórinn Þrestir.
Karlakórinn Þrestir.

Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að kynnast Karlakórnum Þrestir sem kemur fram í fjórða þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.*

Karlakórinn Þrestir
Karlakórinn Þrestir var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni árið 1912 og er elsti karlakór landsins. Í byrjun voru meðlimir hans tíu en þeim hefur heldur betur fjölgað. Stjórnandi kórsins nú er Ástvaldur Traustason.

Ítarlega sögu kórsins má finna á heimasíðu hans.

Í gegnum tíðina hafa meðlimir kórsins stigið á svið með helstu tónlistarmönnum Íslands og hafa þeir einnig ferðast víða um heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.