Sport

Drullaði yfir forseta UFC á Instagram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Hunt í búrinu.
Mark Hunt í búrinu. vísir/getty

UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn.

Hunt átti að vera í aðalbardaga kvöldsins gegn Marcin Tybura en var tekinn af bardaganum og Fabricio Werdum settur í hans stað. UFC sagði að heilsufarsástæður væri ástæðan fyrir þessari breytingu.

Hunt sagði meðal annars á Instagram að Dana White, forseti UFC, væri drullusokkur sem mætti eiga von á lögsókn vegna þessa máls. White mætti síðan kyssa á honum bossann.

Hunt segir að það sé í góðu lagi með sig og þar af leiðandi engin ástæða til þess að taka hann af bardaganum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira