Bílar

BL hefur selt 5.600 fólks- og sendibíla á árinu

Finnur Thorlacius skrifar
Bílaumboð BL er söluhæst það sem liðið er af ári.
Bílaumboð BL er söluhæst það sem liðið er af ári.

Bílasala hefur verið með ágætum þetta árið og nýtt sölumet afar líklegt þegar árið verður gert upp. Söluhæsta umboð landsins, líkt og í fyrra, er BL en þar á bæ hafa verið seldir 5.596 fólks- og sendibílar til loka september. Á sama tíma í fyrra var salan hjá BL 4.502 bílar og því um 24,3% söluaukningu að ræða.

Næsta umboð á eftir BL í sölu er svo Toyota á Íslandi með 3.554 fólks- og sendibíla. Þar á bæ er um 18,7% söluaukningu að ræða. Þriðja söluhæsta umboðið er svo Hekla með 3.103 bíla og 1,3% aukningu, þá Brimborg með 2.761 bíl og 13,7% aukningu, svo Askja með 2.537 selda fólks- og sendibíla og 43,3% aukningu. Er það mesta aukningin á meðal bílaumboðanna milli ára.

Fjögur önnur bílaumboð eru á Íslandi og hefur ekkert þeirra selt fleiri bíla en 650 á árinu, en Suzuki hefur selt 648 bíla, Bílabúð Benna 622, Bernhard 479 og Ísband 339 bíla, en það umboð er nýstofnað. Alls hafa verið seldir 19.824 fólks- og sendibílar til loka september.

Sala BL er afgerandi mest á árinu og vöxturinn víðast hvar mikill á milli ára.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira