Lífið

Þurfa girðingu til að stöðva pizzukast

Samúel Karl Ólason skrifar
Það getur varla verið skemmtilegt að þurfa reglulega að sækja pizzu upp á þak.
Það getur varla verið skemmtilegt að þurfa reglulega að sækja pizzu upp á þak.
Eigendur frægs húss í Albuquerque í Bandaríkjunum eru að setja upp girðingu við húsið þar sem fólk var ítrekað að ónáða þá og meðal annars kasta pizzum upp á þak hússins. Það kann ef til vill að hljóma undarlega, fyrir flestum, en þetta atferli á sér ósköp eðlilega skýringu. Samt ekki.

Walter White, aðalpersóna þáttanna Breaking Bad, átti heima í umræddu húsi. Aðdáendur þáttanna koma víða að til þess að virða húsið fyrir sér. Margir hafa þó ekki látið sér það duga.

Í öðrum þætti þriðju seríu var Walter White í vondu skapi og kastaði hann pizzu upp á þak bílskúrsins.

via GIPHY

Þetta hafa margir verið að leika eftir og er eigandi hússins búinn að fá nóg. Samkvæmt frétt NBC4 þora eigendurnir varla að fara úr húsi sínu af ótta við uppátæki aðdáenda.



„Allan daginn, án hléa, er fólk út um allt. Þau leggja fyrir framan innkeyrslu okkar og loka okkur inni,“ sagði Joanne Quintana, en móðir hennar á húsið.

Hún sagði einnig að aðdáendur þáttanna hefðu jafnvel verið að stela munum af lóðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×