Fótbolti

Stjórnarformaður PSG undir smásjá svissneskra yfirvalda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Al-Khelaifi ásamt Mbappé er hann kom til PSG á dögunum.
Al-Khelaifi ásamt Mbappé er hann kom til PSG á dögunum. vísir/getty
Svissneska saksóknaraembættið hefur hafið rannsókn á meintum glæpum Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformanni franska liðsins PSG.

Rannsóknin á Al-Khelaifi tengist rannsókn svissneska saksóknarans á fyrrum framkvæmdastjóra FIFA, Jerome Valcke, en hann er í rannsókn út af sölu á sjónvarpsréttinum á HM til BeInSports en þar er Al-Khelaifi einnig yfirmaður.

Grunur leikur á að Valcke hafi þegið mútur til þess að gefa BeInSports réttinn.

Þessi rannsókn á sölu á sjónvarpsréttinum hefur teygt anga sína víða og er langt í að sjái fyrir endann á þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×