Fótbolti

Strachan hættur með Skota

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strachan svekktur eftir sinn síðasta leik með Skota.
Strachan svekktur eftir sinn síðasta leik með Skota. vísir/getty

Gordon Strachan og knattspyrnusamband Skotlands komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu í dag að best væri að Strachan hætti sem landsliðsþjálfari Skota.

Strachan tók við liðinu í janúar 2013 og hefur stýrt Skotum í síðustu tveimur undankeppnum en ekki tekist að koma liðinu á stórmót.

„Ég sagði á fyrsta degi að ég hefði aldrei verið eins stoltur og þegar ég fékk þetta tækifæri. Ég vildi fá þjóðina til þess að brosa á nýjan leik,“ sagði Strachan.

„Það eru því mikil vonbrigði að hafa ekki náð mínum markmiðum með liðið. Ég vil þó hrósa leikmönnum sem lögðu mikið á sig og voru til fyrirmyndar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira