Erlent

Nýsjálendingar enn í pólitísku limbói

Atli Ísleifsson skrifar
Bill English, forsætisráðherra og formaður Þjóðarflokksins, Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins, og Winston Peters, formaður NZF.
Bill English, forsætisráðherra og formaður Þjóðarflokksins, Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins, og Winston Peters, formaður NZF. Vísir/AFP
Enn liggur ekki fyrir hvort verði mynduð hægri eða vinstristjórn á Nýja-Sjálandi, nú rúmum tveimur vikum eftir að þingkosningar fóru þar fram. Ákvörðunar þjóðernisflokksins New Zealand First (NZF) um hvort flokkurinn vilji vinna til hægri eða vinstri er enn beðið.

Hvorki stjórnarflokknum National né stærsta stjórnarandstöðuflokknum, Verkamannaflokknum, tókst að ná nægilega mörgum þingsætum til að mynda ríkisstjórn.

NZF er því í oddastöðu og hefur leiðtoginn, hinn 72 ára Winston Peters, dregið viðræðurnar og ítrekað frestað tilkynningu um með hverjum þeir vilja starfa.

Peters hefur nú sagt að tilkynning kunni að koma um helgina eða í byrjun næstu viku. Fyrst verði flokksstjórnin að funda og það er háð því hvenær allir komist.

Þetta er í þriðja sinn sem Peters er í oddastöðu að loknum kosningum. Áður hefur flokkurinn bæði unnið með Verkamannaflokknum og Þjóðarflokknum.

Jacinda Ardern, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur varið tafirnar hjá NZF og segir nauðsynlegt að yfirveguð ákörðun verði tekin um framtíð Nýja-Sjálands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×