Lífið

Fundu falda myndavél í AirBnb íbúð í Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Starnes og kona hans deildu þessari mynd sem þau fundu á myndavélinni.
Starnes og kona hans deildu þessari mynd sem þau fundu á myndavélinni.

Bandarískt par sem var í fríi í Flórída uppgötvaði falda myndavél í íbúð sem þau höfðu leigt á AirBnb. Myndavélin var falin í reykskynjara og miðaði beint á rúm íbúðarinnar. Derek Starnes segir honum og konu sinni verulega brugðið en hann hringdi á lögregluna um leið og þau fundu myndavélina.

Eigandi íbúðarinnar hefur verið handtekinn samkvæmt frétt ABC Action News en íbúðin hefur verið á leigu í um tvö ár og minnst 40 manns hafa skrifað umsögn um hana á vefnum.

Lögreglan lagði hald á harða diska, tölvur og minniskort, en ekki liggur fyrir hve mörg fórnarlömbin eru. Hinn 56 ára gamli Wayne Natt sagði lögreglunni að hann hefði fengið leyfi frá öllum þeim sem hann tók kynlífsmyndbönd af.

Lögreglan dregur það þó í efa og þá sérstaklega með tilliti til þess að myndavélin var vel falin. Þá hefur leitar lögreglan nú annarra fórnarlamba. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.