Viðskipti innlent

Águsta ráðin til Eignaumsjónar

Atli Ísleifsson skrifar
Ágústa Katrín Auðunsdóttir.
Ágústa Katrín Auðunsdóttir. eignaumsjón

Ágústa Katrín Auðunsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar.

Í tilkynningu segir að henni sé ætlað að efla enn frekar starfsemi félagsins, sem hafi sérhæft sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði og auðvelda störf eigenda og hússtjórna.

„Ágústa er með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og BSc - gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á reikningshald. Hún kemur til Eignaumsjónar frá Nordic Visitor, þar sem hún sinnti einnig sérfræðistörfum á fjármálasviði. Þar á undan var hún bókhaldsfulltrúi hjá Lyfju.

Fjármálasvið er eitt þriggja meginstarfssviða Eignaumsjónar og mun Ágústa jöfnum höndum sinna þjónustu við ört fjölgandi viðskiptavinahóp félagsins og greiningarvinnu til stjórnenda,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.