Lífið

Fósturbörn: Gæti ekki horft á önnur börn upplifa það sama

Samúel Karl Ólason skrifar
Emilía Maidland var flutt á vistheimili þegar hún var ung. Þá tók við ráp fram og til baka á milli vistheimilisins, sem er eins konar skammtímalausn, aftur heim, aftur á heimilið, aftur heim og koll af kolli.
Emilía Maidland var flutt á vistheimili þegar hún var ung. Þá tók við ráp fram og til baka á milli vistheimilisins, sem er eins konar skammtímalausn, aftur heim, aftur á heimilið, aftur heim og koll af kolli.
„Það var ofbeldi á heimilinu. Mikil drykkja og fjölskyldan mín gerði í rauninni heldur ekki neitt sem mér finnst ennþá svolítið skrítið í dag. Ég veit ekki hvort að ég hefði getað horft á krakka upplifa það sem ég hef þurft að upplifa.“

Þetta segir Emilía Maidland sem var flutt á vistheimili þegar hún var ung. Einungis ellefu ára gömul gekk hún út af heimili sínu. Þá tók við ráp fram og til baka á milli vistheimilisins, sem er eins konar skammtímalausn, aftur heim, aftur á heimilið, aftur heim og koll af kolli. 

Fósturbörn í umsjón Sindra Sindrasonar fór í loftið á þriðjudagskvöld. Um er að ræða sjö þátta seríu en fyrsti þáttur vakti mikla athygli. Í þáttaröðinni heyrum við sögur barna sem tekið hafa verið í fóstur, kynforeldra sem misst hafa börn inn í kerfið, fósturforeldra sem tekið hafa ókunnug börn að sér, verðandi fósturforeldra og kynnumst barnaverndarkerfinu frá A til Ö.

Sindri ræddi við Emilíu og félagsráðgjafa sem hefur sinnt henni frá árinu 2008.

Næsti þáttur er á þriðjudag klukkan 20:30 á Stöð 2 en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×