Innlent

Kosningaþáttur Stöðvar 2 - Norðvesturkjördæmi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Annar kosningaþáttur Stöðvar 2 fyrir komandi þingkosningar fer í loftið klukkan 19:10 í kvöld en þættirnir verða á dagskrá strax að loknum fréttum þriðjudaga og fimmtudaga fram að kosningum.

Þeir verða opinni dagskrá og í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi. Einn þáttur verður fyrir hvert kjördæmi en Reykjavíkurkjördæmin verða tekin saman.

Í kvöld er fókusinn á Norðvesturkjördæmi og munu fulltrúar allra þeirra flokka sem eru á þingi í dag ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum mæta í þáttinn.

Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir ofan en stjórnandi þáttarins er Höskuldur Kári Schram. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.