Handbolti

Aron Pálmars gefur ekki kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum | Hópurinn á móti Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í íslenska landsliðinu sem mætir Svíum.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í íslenska landsliðinu sem mætir Svíum. Vísir/Eyþór
Geir Sveinsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt tuttugu manna hóp sinn fyrir tvo vináttuleiki við Svía undir lok mánaðarins. Geir gerir talsverðar breytingar og velur fjóra nýliða í hópinn.

Geir velur þrjá FH-inga í hópinn að þessu sinni en FH-liðið hefur verið að gera frábæra hluti bæði í Olís-deildinni sem og í Evrópukeppninni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er í hópnum sem og liðsfélagar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson.  Gísli og Óðinn eru nýliðar.

Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason er líka í hópnum en Daníel hefur farið á kostum í Olís deildinni í sumar. Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason heldur líka sæti sínu frá því í leikjunum í júnímánuði.

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Stjörnumaðurinn Egill Magnússon eru einnig nýliðar.

Aron Pálmarsson gefur ekki kost á sér í þetta verkefni af persónulegum ástæðum samkvæmt fréttatilkynningunni frá HSÍ en Aron hefur ekkert spilað á tímabilinu.

Kári Kristjánsson, Arnór Atlason og Aron detta allir út úr hópnum frá því í síðasta landsleik í júní. Þeir sem koma inn eru Ágúst Elí Björgvinsson, Atli Ævar Ingólfsson, Daníel Þór Ingason, Egill Magnússon, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson.

Leikirnir fara fram fimmtudaginn 26. október klukkan 19.30 og laugardaginn 28. október klukkan 14.00.

Landsliðshópurinn á móti Svíum:

Markverðir:         

Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV

Ágúst Elí Björgvinsson, FH

Björgvin Páll Gústavsson, Haukar

                

Aðrir leikmenn:         

Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergischer Handball Club

Atli Ævar Ingólfsson, Selfoss

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan

Daníel Þór Ingason, Haukar   

Egill Magnússon, Stjarnan Nýliði

Elvar Örn Jónsson, Selfoss Nýliði

Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Nýliði

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein Neckar Löwen

Janus Daði Smárason, Ålborg Håndbold

Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Nýliði

Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad

Ómar Ingi Magnússon, Århus Håndbold

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf

Ýmir Örn Gíslason, Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×