Innlent

Guðfinna Jóhanna leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi og héraðsdómslögmaður leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður við Alþingiskosningarnar 28. október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Guðfinna hefur setið í borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og lagt höfuðáherslu á húsnæðismál í Reykjavík og lausn húsnæðisvandans.

Í störfum sínum að húsnæðismálum á undanförnum árum hefur Guðfinna meðal annars setið í stjórn Húseigendafélagsins og Búseta, verið formaður kærunefndar húsamála og tekið þátt í gerð lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og álitsgerða, kennt og haldið fyrirlestra um fasteignamál.  

Guðfinna ákvað að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hætti í flokknum. 


Tengdar fréttir

Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.