Viðskipti innlent

Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gennaro Contaldo, lærifaðir Jamie Oliver, Sigrún Þormóðsdóttir veitingastjóri staðarins, Jamie Oliver, Jón Haukur Baldvinsson, eigandi og Jonathan Knight forstjóri Jamie Oliver Group eru alsæl með Jamie's Italian Iceland.
Gennaro Contaldo, lærifaðir Jamie Oliver, Sigrún Þormóðsdóttir veitingastjóri staðarins, Jamie Oliver, Jón Haukur Baldvinsson, eigandi og Jonathan Knight forstjóri Jamie Oliver Group eru alsæl með Jamie's Italian Iceland. Jamie's Italian Iceland

Veitingastaðurinn Jamie‘s Italian Iceland hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu opnun á veitingastað fyrir utan Bretland en á árinu opnuðu fimmtán nýir veitingastaðir víða um heim.

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir ykkur sem standið að veitingastaðnum og starfsfólkinu sjálfu?

„Ótrúlega mikla. Maður er bara eins og fegurðardrottning, maður bjóst engan veginn við þessu af því við erum tiltölulega nýlega búin að opna,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, eigandi veitingastaðarins Jamie‘s Italian Iceland sem stendur við Austurvöll. Hann segir viðurkenninguna frábæra fyrir starfsandann.

„Það er búið að vera rosa mikið að gera hjá okkur alveg frá þvi við opnuðum og mikil keyrsla og allir búnir á því þannig að þetta gefur okkur mikinn meðbyr.“

Yfirstjórn Jamie Oliver Group ásamt þjálfunarteymi kaus um hvaða staður hlyti viðurkenninguna og í henni felst að staðurinn standist allar gæðakröfur og meira til. Að sögn Jón Hauks hafði það einnig mikil áhrif hversu vel og fljót starfsmennirnir brugðust við og unnu úr vandamálum.

Jamie Oliver elskar Ísland
„Ég heyrði í Jamie Oliver í gær og hann bara elskar Ísland. Hann var eitthvað svo ánægður með að við hefðum unnið þetta því hann langar svo að koma aftur og þetta gefur okkur mikið búst. Vonandi getum við opnað fleiri staði heima, ekki bara Jamie‘s Italian því hann er með svo mikið af öðrum vörumerkjum í gangi: Hann er með Jamie‘s Pizzeria, Jamie‘s Deli, Jamie‘s Diner og Jamie‘s Union Jacks,“ segir Jón Haukur.

Eru þið að þreifa fyrir ykkur með þær hugmyndir?

„Já, við erum aðeins að því núna. Þeir eru svo ánægðir með teymið okkar og okkur langar til þess að vinna meira með þeim,“ segir Jón Haukur sem er að vonum hæstánægður með viðurkenninguna.


Tengdar fréttir

Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg

Við framkvæmdir á Jamie's Italian veitingastaðnum á Hótel Borg fundust gömul málverk sem máluð voru beint á steypuna. Eigendur vilja vernda verkið sem er mjög skemmt og tekur kokkurinn í sama streng.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.