Handbolti

Kristianstad styrkti stöðu sína á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad.
Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad. vísir/epa

Íslendingaliðið Kristianstad náði tveggja stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Kristianstad vann þá fjögurra marka heimasigur á Redbergslids, 30-26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15.

Íslendingarnir í liði Kristianstad höfðu frekar hægt um sig í kvöld. Ólafur Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson voru báðir með tvö mörk og Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark.

Ólafur gulltryggði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum en hann kom Kristianstad þá í 30-25 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir.

Ólafur nýtti 2 af 5 skotum sínum í leiknum en Arnar Freyr skoraði úr báðum skotum sínum.

Gunnar Steinn var með eitt mark úr þremur skotum og gaf líka eina stoðsendingu.

Kristianstad liðið hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í sænsku deildinni á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira