Handbolti

Gott að fá Guðjón Val aftur inn | Fimmti sigur Ljónanna í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Getty

Rhein-Neckar Löwen er búið að finna taktinn í handboltanum en liðið vann sjö marka sigur á RK Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen vann leikinn 31-24 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11.

Rhein-Neckar Löwen hefur þar með unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum en liðið er með þrjá sigra og tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Guðjón Valur Sigurðsson er kominn í gang eftir að meiðsli héldu honum frá keppni í upphafi tímabils og íslenski landsliðsfyrirliðinn var með 3 mörk í kvöld.  Guðjón þurfti sex skot til þess að skora þessi þrjú mörk.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk úr þremur skotum. Mads Mensah Larsen og Hendrik Pekeler voru markahæstir hjá Ljónum með sjö mörk hvor. Andre Schmid skoaði síðan fögur mörk. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira