Lífið

Forsetinn brákaði á sér nefið þegar leið yfir hann eftir bað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands fór í aðeins of notalega baðferð.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands fór í aðeins of notalega baðferð. Vísir/Ernir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, greindi frá því á Facebooksíðu sinni að liðið hefði yfir hann að lokinni baðferð.

Guðni lenti harkalega og brákaði á sér nefið og fékk skurð við byltuna.

Guðni þakkar starfsfólki slysadeildar kærlega fyrir saumaskap og aðgæslu. Hann kemur auk þess þökkum á framfæri til þeirra sem var umhugað um líðan forsetans þegar ljóst var að hann þyrfti að leita til slysadeildar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira