Körfubolti

Stjörnukonur unnu 35 stiga sigur í Ljónagryfjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danielle Victoria Rodriguez gældi við fernuna í kvöld.
Danielle Victoria Rodriguez gældi við fernuna í kvöld. Vísir/Andri Marinó
Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum með kanalaust Njarðvíkurlið í lokaleik 3. umferðar Domino´s deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Stjörnukonur unnu á endanum 35 stiga sigur, 90-55, og hafa þar með unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni sem skilar þeim upp í þriðja sætið á eftir Haukum og Val.

Danielle Victoria Rodriguez gældi við fernuna í kvöld en hún endaði með 22 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og 7 stolna bolta.

Stjarnan átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins því Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og Bryndís Hanna Hreinsdóttir var með 15 stig. Hrund Skúladóttir skoraði mest fyrir Njarðvík eða 14 stig.

Njarðvíkurkonur töpuðu í kanalotteríinu og létu bandaríska leikmann sinn fara fyrir leikinn. Liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum með 30,7 stigum að meðaltali og er eina lið deildarinnar sem hefur ekki unnið leik.



Njarðvík-Stjarnan 55-90 (12-20, 11-17, 9-29, 23-24)

Stig Njarðvíkur: Hrund Skúladóttir 14, Hulda Bergsteinsdóttir 7/7 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/4 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 6, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6, Björk Gunnarsdóttir 5, María Jónsdóttir 4/6 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 1, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Stig Stjörnunnar: Danielle Victoria Rodriguez 22/13 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 17/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/4 fráköst, Valdís Ósk Óladóttir 3, Jenný Harðardóttir 3, Eyrún Embla Jónsdóttir 3, Linda Marín Kristjánsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×