Viðskipti innlent

Plötusala dregst enn saman

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fólk kaupir hvorki geisladiska né vínylplötur.
Fólk kaupir hvorki geisladiska né vínylplötur. Nordicphotos/Getty
Sala á hljómplötum og öðrum hljóðritum í fyrra var aðeins einn áttundi af því sem hún hefur mest verið. Í fyrra seldust um 112.000 eintök en árið 1999 voru þau 868 þúsund. Frá þessari fækkun var greint á vef Hagstofunnar í gær.

En þótt sölutölur hafi hríðfallið hefur heildarverðmæti minnkað minna. Í fyrra seldust hljóðrit fyrir 455 milljónir króna en það er rétt tæpur þriðjungur af söluverðmæti ársins 1999, reiknað á verðlagi þess árs. Á síðasta ári varð síðan lítils háttar hækkun á söluandvirði tónlistar frá fyrra ári og segir Hagstofan það stafa af auknu vægi sölu á stafrænum skrám sem síðan er halað niður eða þeim streymt.

Útgefnum hljóðritum hefur einnig fækkað stöðugt frá því að þau voru flest árið 2006. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×