Viðskipti innlent

Plötusala dregst enn saman

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fólk kaupir hvorki geisladiska né vínylplötur.
Fólk kaupir hvorki geisladiska né vínylplötur. Nordicphotos/Getty

Sala á hljómplötum og öðrum hljóðritum í fyrra var aðeins einn áttundi af því sem hún hefur mest verið. Í fyrra seldust um 112.000 eintök en árið 1999 voru þau 868 þúsund. Frá þessari fækkun var greint á vef Hagstofunnar í gær.

En þótt sölutölur hafi hríðfallið hefur heildarverðmæti minnkað minna. Í fyrra seldust hljóðrit fyrir 455 milljónir króna en það er rétt tæpur þriðjungur af söluverðmæti ársins 1999, reiknað á verðlagi þess árs. Á síðasta ári varð síðan lítils háttar hækkun á söluandvirði tónlistar frá fyrra ári og segir Hagstofan það stafa af auknu vægi sölu á stafrænum skrám sem síðan er halað niður eða þeim streymt.

Útgefnum hljóðritum hefur einnig fækkað stöðugt frá því að þau voru flest árið 2006. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,9
3
21.107
VOICE
0,77
2
28.409
SIMINN
0,47
5
119.512
EIM
0,4
2
28.592
HAGA
0,14
6
44.287

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-1,34
7
64.006
ICEAIR
-1,23
24
166.977
MARL
-0,64
14
109.005
TM
-0,31
4
163.954
EIK
-0,2
3
12.485