Erlent

Skotárás í Trelleborg í Svíþjóð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Að minnsta kosti fjórir karlmenn voru skotnir í Trelleborg í Svíþjóð í kvöld.
Að minnsta kosti fjórir karlmenn voru skotnir í Trelleborg í Svíþjóð í kvöld. VÍSIR/GETTY

Að minnsta kosti fjórir karlmenn voru skotnir í miðbæ Trelleborg í Svíþjóð í kvöld. Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um hugsanlega skotárás klukkan 22:30 að staðartíma. Að minnsta kosti fjórir karlmenn voru fluttir á sjúkrahús en ekki er vitað um alvarleika meiðsla þeirra. 

Samkvæmt frétt á vef Aftonbladet hefur svæðinu verið lokað og fjöldi lögreglumanna tekur þátt aðgerðum á svæðinu ásamt leitarhundum. Allavega átta sjúkrabílar voru sendir á vettvang en lögregla hefur ekki gefið nánari upplýsingar um þá sem særðust í árásinni. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri hafi verið að verki en lögreglan leitar á svæðinu. Rúmlega 40.000 íbúar búa í Trelleborg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira