Viðskipti innlent

Wintris á meðal hluthafa í Kaupþingi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Heildarfjöldi hluthafa í Kaupþingi var 591 samkvæmt síðasta ársreikningi.
Heildarfjöldi hluthafa í Kaupþingi var 591 samkvæmt síðasta ársreikningi. VÍSIR/STEFÁN

Vogunarsjóðir eiga mest í Kaupþingi en heildarfjöldi hluthafa var 591 samkvæmt síðasta ársreikningi. Flestir þeirra sem eiga hlut í félaginu eru þeir sem lýstu kröfu í bú Kaupþings. Wintris á þar smáan hlut eða 0,01 prósent. Samkvæmt frétt Kjarnans voru heildareignir Kaupþings 409,7 milljarðar og heildarskuldir 396,3 milljarðar á síðasta ári.

Stærsta eign Kaupþings er 57 prósenta eignarhlutur Kaupskil, félags í eigu Kaupþings, í Arion Banka. Vogunar- og fjárfestingarsjóðir eiga 30 prósent eignarhlut og ríkið 13 prósent.

Eins og Markaðurinn sagði frá í síðasta mánuði voru áform um fyrirhugað útboð og skráningu Arion banka frestað. Þetta var gert vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis þann 28. október næstkomandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins stefnir Kaupþing, sem eins og áður sagði á rúmlega 57 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Samkvæmt frétt Kjarnans á Wintris 0,01 prósent hlut í Kaupþingi. Wintris er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins en í ræðu á formlegum stefnufundi flokksins um liðna helgi boðaði hann róttækar breytingar á fjármálakerfinu. Sagði hann að liður í þeirri áætlun væri að nýta forkaupsrétt ríkisins að Arion banka og eins og hann orðaði það að „stöðva þá vitleysu sem var komin af stað þar sem vogunarsjóðir voru langt komnir með það að selja sjálfum sér bankann á of lágu verði og hvers vegna varðaði það okkur stjórnvöld? Jú, annars vegar vegna þess að bankinn er kerfislega mikilvægur banki á Íslandi og hins vegar vegna þess að megnið af því sem átti að koma fyrir bankann átti að renna til ríkisins, í sameiginlega sjóði, svoleiðis að þar þykir mér blasa við að við munum nýta forkaupsréttinn og vinna úr stöðu þess banka eins og fjármálakerfisins að öðru leyti í framhaldinu.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836