Golf

Ólafía á botninum eftir tvo hringi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að spila betur um helgina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að spila betur um helgina. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti dapran annan hring á Ken Hana-mótinu í Suður-Kóreu í nótt sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía spilaði á sjö höggum yfir pari en hún fékk átta skoll á móti einum fugli og var komin fjóra yfir par eftir fyrri níu holurnar.

Hún spilaði á tveimur höggum yfir pari í gær og er því í heildina á níu höggum yfir pari eftir tvo hringi. Ólafía er í neðsta sæti af þeim sem eru enn skráðir til leiks en einn keppandi hætti leik.

Enginn niðurskurður er á Keb Hana-mótinu og getur Ólafía því haldið áfram að spila um helgina en hún á mikið verk eftir óunnið ætli hún sér að komast upp listann á næstu tveimur tveimur dögum.

Bandaríkjakonan Angel Yin er efst á ellefu höggum undir pari en á eftir henni koma fimm kylfingar frá Suður-Kóreu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×