Golf

Ólafía á botninum eftir tvo hringi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að spila betur um helgina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að spila betur um helgina. Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti dapran annan hring á Ken Hana-mótinu í Suður-Kóreu í nótt sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía spilaði á sjö höggum yfir pari en hún fékk átta skoll á móti einum fugli og var komin fjóra yfir par eftir fyrri níu holurnar.

Hún spilaði á tveimur höggum yfir pari í gær og er því í heildina á níu höggum yfir pari eftir tvo hringi. Ólafía er í neðsta sæti af þeim sem eru enn skráðir til leiks en einn keppandi hætti leik.

Enginn niðurskurður er á Keb Hana-mótinu og getur Ólafía því haldið áfram að spila um helgina en hún á mikið verk eftir óunnið ætli hún sér að komast upp listann á næstu tveimur tveimur dögum.

Bandaríkjakonan Angel Yin er efst á ellefu höggum undir pari en á eftir henni koma fimm kylfingar frá Suður-Kóreu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira