Enski boltinn

Fowler: Auðveld byrjun hjá United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho ætlar sér sigur á Anfield.
José Mourinho ætlar sér sigur á Anfield. vísir/getty
Manchester United hefur farið mjög vel af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir Liverpool í hádeginu á morgun í einum af stærsta leik hvers tímabils í enska boltanum.

Lærisveinar José Mourinho eru búnir að vinna sex af sjö leikjum sínum og ekki tapa neinum. Þeir eru með 19 stig í öðru sæti líkt og Manchester City og búið að skora 21 mark í þessum sjö leikjum.

Liverpool er í sjöunda sæti með tólf stig en það er aðeins búið að vinna þrjá leiki af sjö í ensku úrvalsdeildinni á nýju tímabili.

Manchester City er nú þegar búið að leggja Liverpool og Chelsea að velli en byrjun United hefur verið aðeins auðveldari á pappírunum. Liðið á nú leiki á móti Liverpool, Chelsea og Tottenham áður en nóvember rennur í garð.

„Ég er ekki að gera lítið úr Manchester United en það er bara búið að vinna lið sem það á að vinna,“ segir Robbie Fowler, fyrrverandi framherji Liverpool, í viðtali við Daily Mail.

„Við fáum núna að sjá næsta mánuðinn eða svo þegar að United mætir þessum stærri liðum hvernig lið það er. United hefur staðið sig og fótbolti snýst um sjálfstraust. Þessir sigrar hafa klárlega blásið sjálfstrausti í liðið,“ segir Robbie Fowler.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×