Enski boltinn

Mata: Það er ekkert eins og leikir á milli United og Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata elskar að spila á móti Liverpool.
Juan Mata elskar að spila á móti Liverpool. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildin verður keyrð í gang með látum í hádeginu á morgun þegar einn hatrammasti slagur í Evrópuboltanum fer fram á Anfield. Þar mætast vitaskuld Liverpool og Manchester United.

Juan Mata, spænski miðjumaðurinn í liði Manchester United, segir ekkert líkt leikjum þessara tveggja liða en viðureign Liverpool og United er í beinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 11.20.

Juan Mata á góðar minningar frá Anfield en hann skoraði tvívegis þar fyrir tveimur árum þegar United vann 2-1. Hann viðurkennir að vera gríðarlega spenntur fyrir leiknum sem hann segir þann stærsta á dagatalinu hjá United.

„Það er mín skoðun. Síðan ég kom til Englands hefur rígurinn verið mikill. Það minna þig alltaf allir á hvert sem þú ferð að leikurinn á móti Liverpool er sá stærsti,“ segir Mata í viðtali við Sky Sports.

„Það er enginn leikur eins og þessi. Í gegnum tíðina hefur þetta verið sérstakur leikur og við erum heppnir að fá að taka þátt í honum.“

„Spánverjar líta svolítið eins á alla leiki í ensu úrvalsdeildinni en þegar að þú ert á Englandi áttarðu þig á því að þessi leikur er einstakur,“ segir Juan Mata.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×