Viðskipti erlent

Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.
Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift.

Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu.

Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.

Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street

Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.

Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar.

Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið.


Tengdar fréttir

Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun

Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Ice­landic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum.

Tók skyrið fram yfir Wall Street

Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
0,96
2
33.174
SJOVA
0,47
2
2.649
HEIMA
0
1
199
SKEL
0
3
2.060
ORIGO
0
1
1.052

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-4,09
2
367
SIMINN
-2,16
5
83.516
ICEAIR
-1,34
23
102.891
EIM
-1,21
5
41.193
EIK
-0,8
4
9.689