Lífið

Vill stöðva tíst Trump með fidget spinner-um

Samúel Karl Ólason skrifar

Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa lengi þótt umdeild. Jimmy Kimmel telur að hann hafi fundið lausn á „reiði-tístum“ Trump sem hann sendir iðulega frá sér snemma á morgnanna. Lausnin er í raun mjög einföld og felur í sér að senda fjölda fidget spinnera til forsetans. Bæði til Hvíta hússins og þangað sem Kimmel segir að sé „raunverulegt heimili Trump“, sveitaklúbbur hans í Flórída.

Kimmel gerir sér grein fyrir því að einhver börn eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum, en það sé ekki hægt að komast hjá því.

„Fyrirgefið mér krakkar, en landið ykkar þarf á þeim að halda.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira