Handbolti

Geir á ekki von á tryllingskasti frá Hreiðari Levý

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson á ÓL-silfur í safninu.
Hreiðar Levý Guðmundsson á ÓL-silfur í safninu. vísir/anton brink

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær þrjá markverði í 20 manna landsliðshóp sem mætir Svíþjóð í tveimur vináttuleikjum 26. og 28. október.

Geir valdi fastamennina Björgvin Pál Gústavsson, Haukum, og Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV, auk þess sem að FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson fékk kallið að þessu sinni en hann hefur verið að spila vel fyrir Hafnafjarðarliðið.

Þrátt fyrir að fara á kostum í byrjun deildarinnar fékk Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu, ekki kallið en hann er næst besti markvörður deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz á eftir Björgvin Páli.

Hreiðar var í viðtali í Akraborginni á X977 í gær áður en hópurinn var tilkynntur en þar var hann spurður um vonir og væntingar til þess að fá aftur tækifæri með landsliðinu.

„Ég myndi aldrei segja nei við landsliðinu. Ætli að það standi ekki,“ segir Hreiðar Levý sem væri alveg til í að endurnýja kynnin við Björgvin Pál en saman stóðu þeir vaktina í Peking þegar Ísland fékk silfur á ÓL 2008.

„Það væri dálítil rómantík yfir því, ég neita því ekki,“ segir Hreiðar Levý sem var svo spurður hvort HSÍ-forystan eða Geir ættu von á einhverju tryllingskasti frá honum yrði hann ekki valinn, sem varð svo raunin.

„Nei, það er ég ekki að fara að gera. Ég er rosalega lítið í tryllingsköstum yfir höfuð. Ég er rólyndismaður. Við sjáum bara hvað verður,“ segir Hreiðar Levý Guðmundsson.

Viðtalið úr Akraborginni má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira