Lífið

Allir smelltu mynd af Zöru Larson

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá tónleikum Zöru Larson í Laugardalshöllinni
Frá tónleikum Zöru Larson í Laugardalshöllinni Vísir/Benedikt
Þakið ætlaði gjörsamlega að rifna af Laugardalshöllinni þegar sænska söngkonan Zara Larson steig á svið. Meðalaldurinn er ekki mjög hár og tónleikaupplifun nútímans er að smella mynd af goðinu og setja á samfélagsmiðla. Þegar Zara steig fram og byrjaði að kyrja eitt af sínu vinsælasta lagi, Never Forget You, rifu unglingarnir upp símann og smelltu af eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Söngkonan skellti sér í Bláa lónið með vinkonum sínum fyrir tónleikana. Zara elskar Ísland og myndbandið við lagið Never Forget You var einmitt tekið upp hér á landi. Í þeirri heimsókn féll hún fyrir landinu og fólkinu og hefur síðan langað að koma og halda tónleika. Myndbandið  má sjá hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×