Innlent

Stormur á landinu austanverðu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Austurlandi.
Frá Austurlandi. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan varar við að búast megi við stormi í vindstrengjum við fjöll á austurhelmingi landsins fram undir kvöld.

Ákveðin norðvestanátt verður í dag, með vindi yfirleitt 13 til 18 metra á sekúndum, en sums staðar 23 metra á sekúndu við við fjöll á austurhelmingi landsins.

Á vef Veðurstofunnar segir að talsverð rigning verði í fyrstu norðanlands en ­að dragi úr henni þegar líður á daginn. Úrkomulítið verður í kvöld, og mun lægja í kjölfarið.

„Vestan 8-13 vestantil á landinu og skúrir síðdegis. Hiti 3 til 8 stig. Lægir um allt land í nótt og styttir upp. Því kólnar talsvert í nótt og má búast við næturfrosti víða um land í nótt, einkum inn til landsins. Hæg breytileg átt á morgun og léttskýjað en þó þungbúnara og skúrir við vesturströndina.

Áfram hægur vindur og úrkomulítið á mánudag en vaxandi austlæg átt á þriðjudag sem útlit er fyrir að haldist fram að helgi. Víða rigning með köflum sunnantil á landinu í vikunni en úrkomulítið og bjart með köflum norðanlands. Fremur svalt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×