Erlent

Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Eyðileggingin er mikil í Raqqa þar sem stöðug átök hafa geisað í langan tíma.
Eyðileggingin er mikil í Raqqa þar sem stöðug átök hafa geisað í langan tíma. Vísir/AFP
Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. Hersveitir Sýrlensku lýðræðisfylkingarinnar, SDF, hafa nú náð yfirráðum yfir um það bil níutíu prósent af borginni.

Raqqa hefur síðustu ár verið helsta vígi hryðjuverkasamtakanna. Sveitir SDF hófu endurheimt Raqqa í nóvember á síðasta ári með stuðningi úr lofti frá Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Austurlöndum nær.

Rútur flytja nú vígamennina á brott en erlendum liðsmönnum er enn haldið í borginni. Talið er að SDF nái fullum yfirráðum í borginni á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×