Innlent

Talsverð olíumengun í Grófarlæk

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Olíumengunin í Grófarlæk er vel sjáanleg.
Olíumengunin í Grófarlæk er vel sjáanleg. Reykjavíkurborg
Heilbrigðiseftirlitinu barst tilkynning í dag um talsverða olíumengun í Grófarlæk í Fossvogsdal. Grófarlækur rennur í vestari Elliðaá.

Olíumengunin er talsverð og er sjáanleg brák á vatninu og gróður við lækinn er sums staðar með svartri slikju.

Slökkviliðið var kallað út til að sinna mengunarvörnum og hefur það komið fyrir slöngum til að reyna að hefta lekann. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leitar að upptökum olíulekans ásamt Heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×