Innlent

Viðbrögð við fjöldamorðum æfð á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Viðbrögð við fjöldamorðum voru æfð í Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag. Æfingunni var stjórna að sérfræðingum frá norska hernum í samvinnu við Brunavarnir Árnessýslu en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurlandi tóku þátt í æfingunni.

Alls tók fimmtíu manns þátt í æfingunni sem fór fram í miðrými skólans þar sem sett var á svið árás tveggja hryðjuverkamanna sem komu askvaðandi inn í skólann og skutu á nokkra nemendur. Sumir þeirra dóu strax á meðan aðrir slösuðust mikið. Þá var hnífaárás á nemendur líka æfð.

Æfingin var hluti af ráðstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem kallast „Á vakt fyrir Ísland.“Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Æfingin var hluti af ráðstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem kallast „Á vakt fyrir Ísland.“

Haukur Grönli​, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Pétur Péturssson, slökkviliðsstjóri stýrðu æfingunni í dag með sérfræðingunum frá Noregi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×