Erlent

Mögnuð myndbönd sýna lögreglumenn í krefjandi aðstæðum vegna skógareldanna í Kaliforníu

Birgir Olgeirsson skrifar
Á einu stað má sjá lögreglumenn hjálpa hreyfihamlaðri konu en á öðrum stað má sjá þá keyra í gegnum reyk og eldtungur.
Á einu stað má sjá lögreglumenn hjálpa hreyfihamlaðri konu en á öðrum stað má sjá þá keyra í gegnum reyk og eldtungur.
Lögregluembætti Sonoma-sýslu í Kaliforníu hefur sent frá sér myndband sem sýnir lögreglumenn bjarga íbúum sýslunnar sem lent höfðu í vandræðum vegna skógareldanna sem þar loga.

Staðfest er að minnsta kosti þrjátíu og fimm eru látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín.

Myndböndin voru fengi úr myndavélum sem lögreglumennirnir bera við störf en umrædd myndbönd voru tekin um miðnætti í gærkvöldi að staðartíma í Kaliforníu.

Á einu stað má sjá lögreglumenn hjálpa hreyfihamlaðri konu en á öðrum stað má sjá þá keyra í gegnum reyk og eldtungur.

Skógareldarnir hafa logað frá síðastliðnum sunnudegi í Napa og Sonoma-sýslum . Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir.

Hafa þeir breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Hafa eldarnir náð yfir sjötíu þúsund hektara svæði. 


Tengdar fréttir

Fangaði umfang eyðileggingarinnar í Kaliforníu á myndband

Ljósmyndari myndaði borgina Santa Rosa sem hefur orðið verulega illa út, en hann notaði drónann til að fylgja eftir póstburðarmanni sem var enn að bera út póstinn í hverfinu þrátt fyrir að fá hús stæðu eftir.

„Þetta var eins og heimsendir"

Íslensk kona og fjölskylda hennar þyrfti að yfirgefa heimili sitt í Kaliforníu í miklu flýti vegna skógareldanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×