Erlent

Mikil hætta á berghlaupi í fjallinu Mannen

Atli Ísleifsson skrifar
Mannen er 1.294 metra hátt fjall í Romsdal.
Mannen er 1.294 metra hátt fjall í Romsdal. Vísir/afp
Yfirvöld í Noregi hafa enn á ný gefið út viðvörun um að sérstaklega mikil hætta sé á berghlaupi í norska fjallinu Mannen.

Þeim ellefu sem búa við rætur fjallsins hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Samtals er um fjögur heimili að ræða.

Mannen er 1.294 metra hátt fjall í Romsdal, um miðja vegu milli Bergen og Þrándheims, og hafa vísindamenn fylgst með fjallinu vegna yfirvofandi berghlaups frá árinu 2009.

Norskir fjölmiðlar segja að bergið hafi færst um níu sentimetra síðasta sólarhringinn og rúma þrjátíu sentimetra síðustu vikuna.

Á vef NRK má fylgjast með gangi mála í fjallinu í beinni útsendingu.


Tengdar fréttir

Norðmenn búa sig undir mikið berghlaup

Norskir jarðfræðingar reikna með að stærðarinnar berghlaup verði í fjallinu Mannen milli Bergen og Þrándheims næstu klukkustundirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×