Erlent

85 látnir eftir sprenguárás í Mogadishu

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásinni.
Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásinni. Vísir/afp
Fulltrúar sómalskra yfirvalda segja að 85 manns hið minnsta hafi látið lífið í mikilli sprengjuárás á mannmörgu svæði í höfuðborginni Mogadishu í gær.

BBC greinir frá því að auk hinna látnu hafi tugir særst þegar vörubíll, sem fylltur hafi verið af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel í borginni.

Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásinni, en hryðjuverkahópurinn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, hefur reglulega staðið fyrir árásum í borginni.

Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg til að minnast fórnarlamba árásarinnar.

Uppfært 11:55:

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá sómölskum yfirvöldum fórust 189 manns í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×